Keflavík og Fylkir skildu jöfn
Keflavíkingar gerðu 1:1 jafntefli við Fylki á Ásvöllum í dag í Inkasso-deildinni. Fylkir komst yfir á 44. mínútu og því var staðan 1:0 í hálfleik. Fylkir var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Keflavík var hins vegar betra liðið í seinni hálfleik. Mark Keflavíkur var sjálfsmark og kom það á 83. mínútu. Keflvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar með 5 stig eftir þrjá leiki.
Ljósmynd: mbl.is