Keflavík-Njarðvík í bikarnum
Dregið var í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta nú fyrir stundu. Í karlaboltanum ber helst að nefna að grannarnir í Keflavík og Njarðvík mætast í Toyota-höllinni í Keflavík en þessi lið áttust við þar á dögunum þar sem Njarðvíkingar höfðu nauman sigur í framlengdum leik. Annar grannaslagur fer svo fram í karlaflokki en Sandgerðingar fá Íslandsmeistara Grindavíkur í heimsókn.
Hjá konunum er einnig stórleikur en Keflvíkingar fara í Vesturbæinn og takast á við KR-inga. Að neðan má sjá viðureignir Suðurnesjaliðanna.
Karlar:
Reynir S.-Grindavík
Keflavík-Njarðvík
Kvenna:
Grindavík-Valur
KR-keflavík