Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík naumlega áfram í bikarnum
Sunnudagur 5. júlí 2009 kl. 16:27

Keflavík naumlega áfram í bikarnum

Keflavík komst með naumindum inn í fjórðungsúrslit VISA-bikarsins karla í knattspyrnu með sigri á Þór frá Akureyri, 2-1 á Sparisjóðsvelli í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heimamenn, sem hafa getið sér orð sem mikið bikarlið undanfarin ár, áttu ekki góðan leik í dag og mega prísa sig sæla fyrir sigurinn, en lengi vel leit út fyrir að Þórsarar, sem eru í botnbaráttu í 1. deild, myndu fara með sigur af hólmi.

Þeir komust yfir í fyrri hálfleik og voru lengst af líklegri til að bæta við, en Keflvíkingar jöfnuðu metin á 84. mínútu með marki Jóns Gunnars Eysteinssonar og Stefán Örn Arnarsson tryggði sigurinn með marki úr teig eftir undirbúning Harðar Sveinssonar.

Þess má geta að Grindvíkingar mæta Fram á Laugardalsvelli í kvöld, Víðir tekur á móti KR á morgun og á sama tíma sækir Reynir HK heim.

Dregið verður í fjórðungsúrslitunum á miðvikudag.

VF-mynd úr safni/Hilmar Bragi - Stefán Örn Arnarson tryggði Keflvíkingum sigurinn í dag.