Keflavík náði einu stigi
Lið Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna náði einu stigi úr leik kvöldsins í 13 umferð deildarinnar. Keflvíkingar tóku á móti Stjörnunni úr Garðabæ á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Leikurinn fór 0-0 og eru stelpurnar nú í 8 sæti með 1 stigi meira en Fjölnir. Ásdís Þorgilsdóttir, þjálfari liðsins, tók fram takkaskóna á ný og skipti sjálfri sér inná í seinni hluta síðari hálfleiks.
Ljósmyndagallerí frá leiknum fer á ljósmyndavef Víkurfrétta síðar í kvöld.