Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík mun sterkari í Mustad höllinni
Mynd: Karfan.is
Sunnudagur 9. október 2016 kl. 14:22

Keflavík mun sterkari í Mustad höllinni

Keflavík sigraði Grindavík nokkuð örugglega, 65-89 í Dominos deild kvenna í gær er liðin mættust í Mustad höll Grindvíkinga. 

Keflvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru sterkari aðilinn í fyrsta leikhluta. Grindvíkingar komu sterkar til baka og unnu annan leikhluta 22-15. Skildi því ekki mikið milli liðanna þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik í stöðunni 37-41. Seinni hálfleikur var eign Keflvíkinga og áttu Grindvíkingar fá svör við samstilltum varnarleik Keflvíkinga. Lokatölur 65-89.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Emelía Ósk Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 23 stig, tók 8 fráköst, þar af 5 sóknarfráköst og gaf 3 stoðsendingar auk þess að hitta úr 7 af 8 vítum. Dominique Hudson var sterk með 22 stig og 5 fráköst og Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 14 stig og 7 fráköst.

Hjá Grindavík var Ashley Grimes með 19 stig og 9 fráköst og Petrúnella Skúladóttir með 14 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta.

Í kvöld etja nýliðar Njarðvíkur kappi við ríkjandi Íslandsmeistara Snæfells í Stykkishólmi og hefst leikurinn kl 19:15.