Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík missir Halldór
Laugardagur 26. maí 2007 kl. 18:56

Keflavík missir Halldór

Keflvíkingurinn Halldór Örn Halldórsson hefur ákveðið að yfirgefa Keflavík og ganga til liðs við 1. deildar lið Breiðabliks. Halldór, sem er 23 ára, hefur leikið með meistaraflokki Keflavíkur síðan árið 2001. Hann á að baki fjölda unglingalandsliðsleiki ásamt því að hafa leikið einn A-landsliðsleik.

Á síðasta tímabili minnkaði hlutverk Halldórs með Keflavík og hann skoraði aðeins 1.9 stig miðað við tímabilið á undan þar sem hann var með 6.5 stig í leik. Halldór varð Íslandsmeistari með Keflavík 2004 og 2005 ásamt því að verða bikarmeistari 2004.

Halldór á eftir að reynast Blikum sterkur í vetur enda er hann hávaxinn og fjölhæfur.

VF-mynd/Jón Björn Ólafsson - [email protected] - Halldór og Einar Árni, nýráðinn þjálfari Blika, handsala samninginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024