Heklan
Heklan

Íþróttir

Keflavík með stórsigur á KR í fyrstu umferð
Daniela Wallen Morillo fór fyrir sínu liði í gær og var valin maður umferðarinnar á vefmiðlinum Karfan.is. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 24. september 2020 kl. 08:28

Keflavík með stórsigur á KR í fyrstu umferð

Keflavík – KR 114:72 (24:20, 31:14, 33:16, 26:22)

Keflavík tók á móti KR-ingum í fyrstu umferð Domino's-deildar kvenna í körfuknattleik í gær. KR hélt í við Keflavíkurstúlkur í fyrsta leikhluta en eftir það sýndu Keflvíkingar mikla yfirburði og sigruðu örugglega 114:72. Daniela Wallen Morillo var besti leikmaður vallarins, hún leiddi liðið til sigurs með 37 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 37/11 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 17/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 12, Katla Rún Garðarsdóttir 11/5 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Lára Vignisdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Agnes Perla Sigurðardóttir 6, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Eva María Davíðsdóttir 3, Edda Karlsdóttir 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 2.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25