Keflavík með stórsigur á KR í fyrstu umferð
Keflavík – KR 114:72 (24:20, 31:14, 33:16, 26:22)
Keflavík tók á móti KR-ingum í fyrstu umferð Domino's-deildar kvenna í körfuknattleik í gær. KR hélt í við Keflavíkurstúlkur í fyrsta leikhluta en eftir það sýndu Keflvíkingar mikla yfirburði og sigruðu örugglega 114:72. Daniela Wallen Morillo var besti leikmaður vallarins, hún leiddi liðið til sigurs með 37 stig, ellefu fráköst og níu stoðsendingar.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 37/11 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Anna Ingunn Svansdóttir 17/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 12, Katla Rún Garðarsdóttir 11/5 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Lára Vignisdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Agnes Perla Sigurðardóttir 6, Erna Hákonardóttir 6, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Eva María Davíðsdóttir 3, Edda Karlsdóttir 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 2.