Keflavík með stórsigur á Breiðabliki
Keflavík er efst í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir stórsigur á Blikum í gær. Grindvíkingar gerðu hins vegar slæma ferð í Breiðholtið og töpuðu með einu stigi fyrir ÍR, 91:90.
Grindvíkingar fóru betur af stað og byggðu upp ágætis forskot, sjö stig eftir fyrsta leikhluta og voru komnir með tólf stiga forystu í hálfleik (39:51). Grindvíkingar gáfu eftir í þriðja leikhluta og ÍR-ingar söxuðu á muninn (63:69). Heimamenn héldu áfram að sækja að gestunum og skoruðu sigurkörfuna undir blálok leiksins.
Keflavík tók á móti Breiðabliki í Blue-höllinni þar sem heimamenn léku á alls oddi og lönduðu góðum sigri án vandkvæða. Keflavík náði mest 26 stiga forystu en leikurinn endaði með tuttugu stiga mun (109:89).
Keflvíkingar endurheimtu því toppsætið en þeir hafa ekki tapað á heimavelli á þessu tímabili, Valur er í öðru sæti með sama stigafjölda (24 stig). Njarðvík er í því þriðja með 22 stig en Grindavík er í sjöunda sæti eftir tapið í gær með fjórtán stig.
ÍR - Grindavík 91:90
(20:27, 19:24, 24:18, 28:21)
Grindavík: Damier Erik Pitts 28/5 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 20/8 fráköst, Gkay Gaios Skordilis 14/4 fráköst, Bragi Guðmundsson 13/3 varin skot, Zoran Vrkic 8/4 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 5, Valdas Vasylius 2, Nökkvi Már Nökkvason 0, Arnór Tristan Helgason 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.
Keflavík - Breiðablik 109:89
(38:25, 21:22, 28:24, 22:18)
Keflavík: Igor Maric 24/7 fráköst, David Okeke 24/13 fráköst/3 varin skot, Dominykas Milka 24/10 fráköst, Eric Ayala 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Horður Axel Vilhjalmsson 9/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 7, Halldór Garðar Hermannsson 6/5 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 3, Nikola Orelj 0, Frosti Sigurðsson 0, Magnús Pétursson 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0.