Keflavík með sigur í Lengjubikarnum
Keflavík mætti Augnabliki í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. María Rún Guðmundsdóttir og Natasha Moraa Anasi skoruðu fyrstu mörk Keflavíkur og Natasha bætti síðan þriðja markinu við á 31. mínútu en fyrra mark hennar kom úr víti.
	Keflavík leiddi í hálfleik 3-0 en Augnablik skoraði snemma í fyrri hálfleik,
	Augnablik bætti öðru marki við á 56. mínútu og minnkaði muninn í 3-2.
	Keflavík bætti síðan fjórða markinu við á 67. mínútu og var það Sophie Groff sem skoraði.
Lokatölur leiksins 4-2 fyrir Keflavík en þetta var fyrsti leikur liðanna í Lengjubikarnum og leika þau í riðli 2 í C-deild.
	Markaskorarar leiksins:
	1-0 María Rún Guðmundsdóttir ('11)
	2-0 Natasha Moraa Anasi ('16, víti)
	3-0 Natasha Moraa Anasi ('31)
	3-1 Daníela Dögg Guðnadóttir ('45)
	3-2 Tinna Harðardóttir ('56)
	4-2 Sophie Groff ('67)


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				