Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Keflavík með sigur í gærkvöldi í Bónusdeild kvenna
Anna Ingunn Svansdóttir skorarði tólf stig í sigri Keflavíkurkvenna. VF/Gulli.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 22. janúar 2025 kl. 09:35

Keflavík með sigur í gærkvöldi í Bónusdeild kvenna

Keflavík var eina Suðurnesjaliðið sem lék í Bónusdeild kvenna í gærkvöldi þegar 15. umferðin hófst. Þær unnu lið Hamars/Þórs Þ naumlega á heimavelli, 84-77 eftir að hafa leitt í hálfleik, 48-40. Sigurinn var aldrei í hættu þó svo að munurinn í lokin hafi bara verið sjö stig.
Njarðvík leikur í kvöld gegn Stjörnunni á heimavelli og Grindavík mætir liði Tindastóls á útivelli annað kvöld.

Jasmine Dickey var stiga- og framlagshæst Keflvíkinga, skoraði 16 stig og tók 9 fráköst, endaði með 18 framlagsstig. Fjórir aðrir leikmenn Keflvíkinga skoruðu 10 + stig. 

Keflavík er eftir leikinn í þriðja sæti með tíu sigra og fimm töp, eins og Njarðvík sem á leik inni eins og áður kom fram. Haukar eru efstir með þrjú töp og Þór Akureyri er með fjögur töp.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025