Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík með sigur, Grindavík tapaði
Laugardagur 13. september 2008 kl. 18:59

Keflavík með sigur, Grindavík tapaði

Keflavík gerði góða ferð í Grafarvoginn og vann Fjölni 1-2 á útivell í Landsbankadeild karlai. Gunnar Már Guðmundsson kom heimamönnum yfir en Guðmundur Steinarsson og Jóhann Birnir Guðmundsson skoruðu mörk Keflavíkur. Keflavík er fyrir vikið í efsta sæti Landsbankadeildarinnar með 43 stig þegar þremur umferðum er ólokið en FH, sem er í öðru sæti með 38 stig, vann leik sinn í dag gegn Val 3-0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það gengur lítið hjá Grindvíkingum þessa dagana en þeir töpuðu fyrir Fylki, 1-3, á Grindavíkurvelli. Haukur Ingi Guðnason kom Fylki yfir með glæsilegu skallamarki og Ian Jeffs kom gestunum í 2-0. Marinko Skaricic minnkaði muninn fyrir heimamenn rétt fyrir leikhlé. Snemma í seinni hálfleik bætti Fylkir við þriðja markinu og var Halldór Hilmisson að verki. Það urðu lokatölur leiksins og þriðja tap Grindavíkur í röð því staðreynd. Grindvíkingar eru með 24 stig eftir 19 leiki og eru gott sem búnir að tryggja sæti sitt í deildinni á næsta ári.




VF-MYND/JJK: Grindvíkingar þurftu að sætta sig við tap á heimavelli gegn Fylki í dag.