Keflavík með Serba á reynslu
Serbinn Marjan Jugovic kom til Keflavíkur á sunnudaginn og verður til reynslu hjá liðinu á næstunni. Marjan er sóknarmaður og er fæddur árið 1983.
Hann er stór og öflugur framherji sem hefur leikið með liðum í Serbíu, Póllandi, Svartfjallalandi og Sýrlandi en hann var síðast í herbúðum liðs í Barein.
Í ljós kemur á næstu vikum hvort Keflavík semur við Jugovic eða ekki en hann fær tækifæri næstu daga til að heilla forráðamenn Keflavíkur.