Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík með öruggan sigur á grönnum sínum úr Sandgerði
Miðvikudagur 27. apríl 2011 kl. 10:29

Keflavík með öruggan sigur á grönnum sínum úr Sandgerði

Keflvíkingar sigruðu Reyni Sandgerði 6-1 í æfingarleik í gær en þetta var seinasti leikur Keflavíkur fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 3-1 fyrir Keflvíkingum. Þeir bættu svo þremur mörkum við í seinni hálfleik en eitt af þeim mörkum var sjálfsmark Reynismanna.

Mörk Keflavíkur skoruðu Magnús Þórir Matthíasson, Hilmar Geir Eiðsson, Einar Orri Einarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson og Magnús Þór Magnússon. Mark Reynismanna skoraði Jóhann Magni Jóhannsson.

Keflavík leikur sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni 2. maí gegn Stjörnunni á Nettóvellinum í Keflavík.

Reynir leikur sinn fyrsta leik í 2. deildinni 14. maí gegn Hamri á Grýluvelli í Hveragerði.

Mynd: Siggi Jóns

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024