SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Keflavík með góðan sigur í Síkinu
Thelma Dís Ágústsdóttir var með þrettán stig í gær. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 29. janúar 2025 kl. 09:15

Keflavík með góðan sigur í Síkinu

Keflvíkingar sóttu öruggan sigur á erfiðum útivelli í gær í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik í gær. Eftir jafnan fyrri hálfleik leiddi Keflavík með þremur stigum (40:43) en í þeim seinni átti Tindastóll engin svör við öflugu liði gestanna sem uppskáru 28 stiga sigur að lokum (69:97).

Með sigrinum fór Keflavík upp fyrir Njarðvík í þriðja sæti en Njarðvík mætir Hamar/Þór í kvöld á útivelli. Grindavík heimsækir topplið Hauka í kvöld og þarf nauðsynlega á sigri að halda en Grindvíkingar eru í næstneðsta sæti deildarinnar sem stendur.

Tindastóll - Keflavík 69:97

(22:19, 18:24, 15:29, 14:25)

Keflavík: Jasmine Dickey 25/17 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 13/5 fráköst/8 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 11, Sara Rún Hinriksdóttir 10/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 10, Julia Bogumila Niemojewska 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 9, Anna Lára Vignisdóttir 7, Ásdís Elva Jónsdóttir 2, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025