Keflavík með góðan sigur en Grindavík tapaði
Keflavík vann Hauka en Grindavík tapaði fyrir Skallagrími í Domino’s deild kvenna í gærkvöldi. Keflavík styrkti stöðu sína í toppbaráttunni en Grindavík er í vandræðum á botninum.
Daniela Walen Morillo átti annan stórleikinn í röð og skoraði 30 stig og tók heil 18 fráköst. Keflavík leiddi með þremur stigum í hálfleik og bætti sex stigum við forskotið í þriðja leikhluta. Haukastúlkur náðu að minnka muninn í síðari hálfleik en náðu þó ekki að ógna sigri heimastúlkna. Lokatölur 79:74. Keflavík er í 3. sæti deildarinnar með 28 stig en Haukar og Skallagrímur eru tveimur stigum á eftir hvort félag.
Keflavík-Haukar 79-74 (18-12, 21-24, 26-20, 14-18)
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 30/18 fráköst/5 stolnir, Þóranna Kika Hodge-Carr 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Katla Rún Garðarsdóttir 9/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Irena Sól Jónsdóttir 4, Elsa Albertsdóttir 3, Edda Karlsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0/4 fráköst.
Grindavíkurstúlkur stóðu í nýbökuðum Geysisbikar-meisturum Skallagríms en urðu að játa sig sigraðar 66:76. Jodrean A. Reynolds skoraði 19 stig og tók 22 fráköst. Leikurinn var mjög jafn en bikarmeistararnir tryggðu sér sigur í lokafjórðungnum.
Grindavík-Skallagrímur 66-76 (19-17, 15-18, 20-22, 12-19)
Grindavík: Jordan Airess Reynolds 19/22 fráköst/9 stoðsendingar, Tania Pierre-Marie 14/9 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/5 fráköst, Hrund Skúladóttir 7, Hulda Björk Ólafsdóttir 6, Hekla Eik Nökkvadóttir 5, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 5, Vikoría Rós Horne 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0/4 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.