Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 19. október 2000 kl. 11:47

Keflavík með fullt hús stiga

Keflvíkingar sigruðu Njarðvíkinga í Epson-deildinni sl. fimmtudagskvöld, 106-96, og hafa þar með sigrað í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Keflavíkingar byggðu jafnt og þétt upp forystu sína í leiknum, en tóku mikinn kipp í fjórða leikhluta og mestur varð munurinn 20 stig. Með mikilli baráttu tókst Njarðvíkingum að rétta sinn hlut, en Keflavíkingar sofnuðu þá á verðinum um stund. Calvin Davis og Falur Harðarson voru stigahæstir í liði Keflvíkinga, Calvin með 26 stig (auk 26 frákasta, þriggja stolinna bolta og þriggja varinna skota) og Falur með 25. Fyrir Njarðvíkinga skoruðu mest þeir Brenton Birmingham með 29 (plús átta fráköst og sjö stoðsendingar) og Logi Gunnarsson með 27. Grindvíkingar sluppu fyrir horn á sama tíma er þeir heimsóttu ÍR-inga í Seljaskólann, sigruðu 84:79 eftir að vera 63:55 undir eftir þriðja leikhluta en í honum gerðu gestirnir aðeins sex stig. Þriggja stiga skothríð Njarðvíkinga Njarðvíkingar sigruðu Hamarsmenn í Ljónagryfjunni 96:71 sl. sunnudag. Tólf langskot úr næstum jafn mörgum skotum rötuðu ofan í körfuna og gestirnir frá Hveragerði nýttu aðeins tvö af þrettán þriggja stiga skotum sínum. Njarðvíkingar eru að ná sér eftir slæma byrjun og sýndu skemmtilega takta í þessum leik. Jafnt hjá Keflavík og Grindavík Fyrri hálfleikur í viðureign Grindavíkur og Keflavíkur sl. sunnudag var jafn og skemmtilegur og heimamenn í Grindavík voru yfir í hálfleik, 44:40. Gestirnir úr Keflavík brettu upp ermarnar þegar leið á leikinn og lokatölur urðu 83:92.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024