Keflavík með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar
Einn leikur fór fram í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem topplið Keflavíkur festi sig enn betur í sessi á toppi deildarinnar með 93-102 sigri á Fjölni í Grafarvogi.
Leikurinn var slagur topp- og botnliðs deildarinnar en eftir tapið í kvöld eru Fjölnismenn enn á botni deildarinnar með 6 stig eins og Hamar en Keflavík hefur 24 stig á toppnum.
VF-Mynd/ Úr safni - Bakvörðurinn Arnar Freyr Jónsson í leik með Keflavík gegn Grindavík fyrr á þessari leiktíð.