Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík með bæði liðin í úrslitaleiknum í 10. flokki kvenna!
Miðvikudagur 22. apríl 2009 kl. 12:56

Keflavík með bæði liðin í úrslitaleiknum í 10. flokki kvenna!

Keflavík-A varð Íslandsmeistari sl. sunnudag í 10. flokki kvenna þegar þær unnu Keflavík-B í úrslitaleik Íslandsmótsins. A-lið Keflavíkur lagði Grindavík að velli í undanúrslitum og Keflavík-B vann Hauka og því ljóst fyrir leikinn að gullið færi til Keflavíkur.

Leikurinn var nokkuð rólegur til að byrja með og stigaskor lítið. En smátt og smátt komust liðin betur inn í leikinn og fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur og hnífjafn. Þrátt fyrir að vera samherjar liðsmenn beggja liða var augljóst að þær ætluðu að berjast til síðasta manns og gaf hvorugt liðið eftir tommu nokkurn tímann í leiknum.

Staðan eftir 1. leikhluta var 13-6 fyrir A-liðið en í öðrum leikhluta snérist taflið við og B-liðið var sterkara og minnkuðu þær muninn jafnt og þétt og í hálfleik munaði aðeins þremur stigum 20-17.

Seinni hálfleikur var að stórum hluta til eign A-liðsins og reyndust þær sterkari þegar á reyndi og höfðu sigur 50-40.
María Ben Jónsdóttir var valin besti maður leiksins en miðherjinn knái skoraði 15 stig, tók 10 fráköst, varði fjögur skot, stal fjórum boltum og var með eina stoðsendingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og við greindum frá nýlega þá hafa Keflavíkurstúlkur hirt nánast alla titla frá 10-15 ára og því ljóst að framtíðin er björt í kvennaboltanum hjá liðinu.

Myndir og texti frá karfan.is