Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 23. janúar 2003 kl. 09:31

Keflavík malaði Selfoss í æfingaleik

Keflavík átti ekki í miklum erfiðleikum með Selfyssinga í gærkveldi þegar liðin mættust í Reykjaneshöllinni. Lokatölur urðu 6-1 og átti Magnús Þorsteinsson góðan leik í framlínunni hjá heimamönnum en hann skoraði þrennu í leiknum. Hörður Sveinsson setti tvö mörk og þá skoraði Einar Antonsson eitt mark gegn sínum gömlu félögum en hann gekki til liðs við Keflavík fyrir nokkru frá Selfossi.
Þá er orðið ljóst að Þórarinn Kristjánsson leikur með Keflvíkingum í sumar en hann samdi til tveggja ára nú á dögunum.

Mynd: Úr leik Keflvíkinga og FH í jólamóti Hitaveitunnar fyrr í mánuðinum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024