Keflavík mætir Víkingum í kvöld
Með sigri í kvöld geta Keflvíkingar komist í 2. sæti deildarinnar þar sem Valsmenn töpuðu gegn ÍA í gærkvöldi uppi á Akranesi. Keflvíkingar hafa 11 stig í 3. sæti deildarinnar en Valur hefur 12 stig í 2. sæti og því geta Keflvíkingar tekið tveggja stiga forskot á Val.
Í hinum leikjum kvöldsins tekur HK á móti KR og FH fær Breiðablik í heimsókn en leikur Íslandsmeistaranna og Blika verður í beinni útsendingu á Sýn kl. 20:00.