Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík mætir Val í Vodafonehöllinni í kvöld
Þriðjudagur 8. janúar 2008 kl. 15:07

Keflavík mætir Val í Vodafonehöllinni í kvöld

Einn leikur er á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar topplið Keflavíkur heimsækir Val í Vodafonehöllina í Reykjavík. Leikurinn hefst kl. 20:00.

 

Keflavík er á toppi deildarinnar með 22 stig en Valur hefur 6 stig í 5. sæti deildarinnar. Liðin mættust í 2. umferð deildarinnar þann 16. október síðastliðinn í Vodafonehöllinni þar sem Keflavík hafði öruggan 60-101 sigur í leiknum. Valskonum gekk þó betur á útivelli en töpuðu samt 71-66. Þetta verður því í þriðja sinn sem liðin mætast í deildinni en fjórföld umferð er leikin í kvennaflokki.

 

Staðan í deildinni

 

VF-Mynd/ Úr safni - Birna reynslubolti Valgarðsdóttir er komin á fullt að nýju eftir barnsburðarleyfi. Hún mun væntanlega láta til sín taka í Vodafonehöllinni í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024