Keflavík mætir Val í 8-liða úrslitum í kvöld
Valur og Keflavík mætast í kvöld kl. 19:00 í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins í knattspyrnu en leikurinn fer fram í Egilshöll. Íslandsmeistarar Vals unnu alla sína leiki í riðlinum, voru með markatöluna 19-5 og eru á góðri keyrslu um þessar mundir. Þeir unnu einnig Atlantic bikarinn þegar þeir lögðu Færeyska liðið NSÍ með fimm mörkum gegn tveimur.
Keflavík hafnaði í öðru sæti síns riðils með markatöluna 12-10 í fimm leikjum en unnu þrjá leiki og töpuðu tveimur.
VF-Mynd/ Guðjón Árni Antoníusson í leik með Keflavík gegn Valsmönnum á síðustu leiktíð.