Keflavík mætir Val
Keflvíkingar mæta Val í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15 á Laugardalsvelli. Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður hjá Keflavík, var staðráðinn í því að ná þremur stigum á þjóðarleikvanginum í kvöld.
„Við ætlum að vinna leikinn og ná okkur í þrjú stig,“ sagði Guðjón. „Valsmenn eru með unga og spræka leikmenn í bland við eldri og reyndari en við ætlum bara að spila okkar bolta og skora mörk.“
Kenneth Gustavsson og Þórarinn Kristjánsson eru komnir á ný inn í leikmannahóp Keflavíkur eftir meiðsli. „Í kvöld leggjast allir á eitt og við verðum að loka á kantana hjá Val, þeir hafa fljóta kantmenn og bakverði sem koma mikið upp völlinni,“ sagði Guðjón og sagði það mikilvægt að láta Guðmund Benediktsson ekki vera mikið með boltann í leiknum því töluverð hætta skapist alltaf í kringum hann.
Keflvíkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 7 stig en Valsmenn eru í 5. sæti með 10 stig og því geta Keflvíkingar jafnað Val að stigum með sigri í kvöld.
Staðan í deildinni
„Við ætlum að vinna leikinn og ná okkur í þrjú stig,“ sagði Guðjón. „Valsmenn eru með unga og spræka leikmenn í bland við eldri og reyndari en við ætlum bara að spila okkar bolta og skora mörk.“
Kenneth Gustavsson og Þórarinn Kristjánsson eru komnir á ný inn í leikmannahóp Keflavíkur eftir meiðsli. „Í kvöld leggjast allir á eitt og við verðum að loka á kantana hjá Val, þeir hafa fljóta kantmenn og bakverði sem koma mikið upp völlinni,“ sagði Guðjón og sagði það mikilvægt að láta Guðmund Benediktsson ekki vera mikið með boltann í leiknum því töluverð hætta skapist alltaf í kringum hann.
Keflvíkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 7 stig en Valsmenn eru í 5. sæti með 10 stig og því geta Keflvíkingar jafnað Val að stigum með sigri í kvöld.
Staðan í deildinni