Keflavík mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum
Dregið var í hádeginu í dag um hvaða liða mætast í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu – Keflavík fær heimaleik á móti Stjörnunni.
Þetta verður spennandi viðureign þegar Keflavík tekur á móti Stjörnunni þann 16. júní á heimavelli Keflvíkinga en liðin eru jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti Bestu deildar kvenna. Keflavík vann góðan sigur á Þór/KA í sextán liða úrslitum á meðan Stjarnan fékk talsvert auðveldari mótherja, Gróttu, en sá leikur fór 9:1 Stjörnunni í vil.
Keflavík mætir Stjörnunni annað kvöld, 31. maí, í Bestu deild kvenna en þá verður leikið á Samsung-vellinum í Garðabæ. Ágætis upphitun fyrir bikarslaginn sem er framundan.