Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík mætir sterkum liðum í Evrópukörfunni
Mánudagur 4. júlí 2005 kl. 10:41

Keflavík mætir sterkum liðum í Evrópukörfunni

Í gær var dregið í Europe Cup Challenge eða Áskorendabikarkeppni Evrópu í körfuknattleik og munu Íslandsmeistarar Keflavíkur mæta finnska liðinu Lappeenranta NMKY og úkraínska liðinu Sumihimprom Sumy

Þær breytingar hafa átt sér stað í þessari keppni að nú er leikið í 8 3ja liða riðlum. Segja má að styrkleiki Evrópukeppni FIBA hafi aukist enda er nú aðeins 3 keppnir í boði, en þær hafa hingað til verið 4. Keppnin er ekki lengur deildarskipt eins og síðustu 2 ár, heldur er það nú svo að 2 efstu lið hvers riðils komast áfram og spila næst í 4ra liða riðli gegn liðum sem einnig komust upp úr sínum riðli. Þau tvö lið sem fara upp úr riðli Keflvíkinga leika síðan í riðli með CAB Madeira Funchal frá Portúgal, Bakken Bears frá Danmörku og Tulip Den Bosch frá Hollandi.

VF-mynd úr safni: Keflavík gegn franska stórliðinu Dijon.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024