Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík mætir KR í úrslitum VISA-bikarkeppninnar
Þriðjudagur 21. ágúst 2007 kl. 18:16

Keflavík mætir KR í úrslitum VISA-bikarkeppninnar

Keflavíkurstúlkur spiluðu gegn Fjölni í leik liðanna í undanúrslitum VISA-bikars kvenna nú í kvöld á Keflavíkurvelli.

 

Keflavík komst í 1-0 á 8. mínútu, þá var það Vesna Smijlkovic sem skoraði eftir hornspyrnu. Á 38. mínútu skoraði svo Danka Padovac annað mark Keflvíkinga með glæsilegu skoti fyrir utan teig, stöngin inn. Á 50. mínútu skoraði Danka aftur og kom Keflvíkingum í 3-0, en strax í næstu sókn minnkaði Rúna Sif Stefánsdóttir muninn fyrir Fylki í 3-1. Það reyndust lokatölur leiksins.

 

Í Kópavogi beð Breiðablik lægri hlut fyrir KR, 3-7. Það eru því Keflavík og KR sem leika til úrslita á Laugardalsvellinum þann 22. september.

VF-mynd úr safni: Vesna í leik fyrr í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024