Keflavík mætir ÍS í úrslitum Hópbílabikars kvenna
Keflavík mætir ÍS í úrslitum Hópbílabikars kvenna á morgun. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í Reykjavík og hefst kl. 16.00.
Keflavík hefur verið óstöðvandi í vetur og er mjög líklegt til að verja titil sinn frá því í fyrra. Þær tættu sig í gegnum andstæðingana í fyrri umferðunum, unnu Breiðablik með óheyrilegum mun í tveimur leikjum og Grindavík sá aldrei til sólar gegn þeim í undanúrslitunum um síðustu helgi.
Stúdínur eru í öðru sæti 1. deildarinnar og lögðu Hauka í tvísýnum leik í undanúrslitum.
Keflavík hefur verið óstöðvandi í vetur og er mjög líklegt til að verja titil sinn frá því í fyrra. Þær tættu sig í gegnum andstæðingana í fyrri umferðunum, unnu Breiðablik með óheyrilegum mun í tveimur leikjum og Grindavík sá aldrei til sólar gegn þeim í undanúrslitunum um síðustu helgi.
Stúdínur eru í öðru sæti 1. deildarinnar og lögðu Hauka í tvísýnum leik í undanúrslitum.