Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík mætir Fylki
Mánudagur 12. júní 2006 kl. 10:35

Keflavík mætir Fylki

Keflvíkingar halda í Árbæinn í kvöld og mæta þar Fylki í Landsbankadeild karla í knattspyrnu kl. 19:15. Keflvíkingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum í röð gegn FH og ÍA og eru í 7. sæti deildarinnar með 7 stig.

Guðmundur Mete verður ekki í Keflavíkurvörninni í kvöld en hann fékk að líta rauða spjaldið í síðasta leik gegn ÍA. Líklegir inn í vörnina í stað Guðmundar eru þeir Buddy Farah eða Geoff Miles. Þá mun Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, ekki stjórna liðinu þar sem honum var vikið af velli í sama leik.

Fylkismenn verma 5. sæti deildarinnar með 9 stig eftir 6 leiki en þeir steinlágu gegn Valsmönnum 3-1 í síðasta leik. Með Fylki leikur Haukur Ingi Guðnason, fyrrum leikmaður Keflavíkur, en ef hann kemst á skrið gæti hann reynst sínum gömlu liðsfélögum erfiður ljár í þúfu.

Staðan í deildinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024