Keflavík mætir Fribourg í Bikarkeppni Evrópu
Keflvíkingar mæta svissneska liðinu Benetton Fribourg Olympic í Bikarkeppni Evrópu í kvöld. Leikurinn fer fram í Sviss og hefst kl. 20.30.
Falur Harðarson aðstoðarþjálfri segir sína menn vel stemmda fyrir átök kvöldsins. „Við erum búnir að taka tvær æfingar og allir eru í toppstandi þannig að ég hef fulla trú á að við náum góðum úrslitum.“
Falur sagði að vísu að þeir væru ekki búnir að kynna sér andstæðingana til hlýtar en Fribourgleikmennirnir eru svipað háir og Keflvíkingar og ættu að vera nokkuð jafnir að getu.
Falur Harðarson aðstoðarþjálfri segir sína menn vel stemmda fyrir átök kvöldsins. „Við erum búnir að taka tvær æfingar og allir eru í toppstandi þannig að ég hef fulla trú á að við náum góðum úrslitum.“
Falur sagði að vísu að þeir væru ekki búnir að kynna sér andstæðingana til hlýtar en Fribourgleikmennirnir eru svipað háir og Keflvíkingar og ættu að vera nokkuð jafnir að getu.