Keflavík mætir Fjölni í kvöld
Keflavík fær Fjölni í heimsókn í kvöld í Iceland Express deild karla og hefst leikurinn kl. 19:15. Keflavík situr í fjórða sæti deildarinnar en á aðeins fjögur stig í fyrsta sætið. Fjölnismenn sitja aðeins neðar eða í 10 sæti og eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni.
Stórleikur fyrir báða aðila en Andrija Ciric mun leika sinn fyrsta leik með Keflavík í kvöld. Ciric þessi er fæddur árið 1980, 199cm á hæð og spilar bakvarðar- og framherjastöðu. Ciric hefur m.a. spilað í Kýpur, Ungverjalandi og Póllandi síðustu 3 ár.
[email protected]