Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík mætir Fjölni í kvöld
Þriðjudagur 28. október 2008 kl. 14:22

Keflavík mætir Fjölni í kvöld

Keflavík fer í heimsókn í Grafarvoginn og mætir Fjölni í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Bæði lið hafa leikið þrjá leiki í deildinni í ár og hefur Keflavík hlotið fjögur stig af sex mögulegum. Fjölnir situr hins vegar á botninum í deildinni með ekkert stig. Fjölnir hafa tapað öllum leikjum sínum illa í vetur og því má segja að um skyldusigur sé að ræða hjá Keflavíkurstúlkum í kvöld.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi.

Staðan í deildinni.



VF-MYND/JJK: Birna Valgarðsdóttir verður í liði Keflavíkur sem mætir Fjölni í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024