Keflavík mætir Fjölni í kvöld
 Keflavík mætir Fjölni í Intersport-deildinni í kvöld. Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu við Sunnubraut og hefst kl. 19.15.
Keflavík mætir Fjölni í Intersport-deildinni í kvöld. Leikurinn fer fram í Sláturhúsinu við Sunnubraut og hefst kl. 19.15.Fjölnismenn hafa komið liða mest á óvart á sínum fyrsta vetri í Úrvalsdeild og eru sem stendur í 2.- 4. sæti ásamt Keflvíkingum og Snæfelli.
Benedikt Guðmundsson og lærisveinar hans eiga þó erfitt verkefni fyrir höndum því enginn sækir auðveld stig í Sláturhúsið auk þess sem Keflvíkingar eru án efa með myljandi sjálfstraust eftir sigurinn á Njarðvík fyrir skömmu.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				