Keflavík mætir Fjölni í Grafarvoginum
4. umferð Pepsí deildar karla fer fram í kvöld
Keflvíkingar leika gegn Fjölnismönnum í Grafavoginum í kvöld þegar heil umferð fer fram í Pepsí deild karla.
Keflvíkingar hafa átt heldur brösótta byrjun á sumrinu og hefur liðið aðeins skilað inn einu stigi af 9 mögulegum í hús í fyrstu þremur umferðum mótsins. Keflavík gerði jafntefli gegn Breiðablik í síðustu umferð á dramatískan hátt þegar Blikar jöfnuðu með síðustu spyrnu leiksins og leita Keflvíkingar því enn að fyrsta sigrinum þetta sumarið en liðið situr í 11. sæti deildarinnar, stigi á undan botnliði ÍBV.
Fjölnismenn eru tveimur sætum ofar með 4 stig og því er alveg ljóst að vægi leiksins er talsvert þrátt fyrir að lítið sé liðið á sumarið.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru allir stuðningsmenn liðsins hvattir til að gera sér ferð í Grafarvoginn í kvöld og styðja liðið til sigurs.