Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík mætir FH í kvöld!
Föstudagur 28. maí 2004 kl. 15:49

Keflavík mætir FH í kvöld!

Keflvíkingar halda til Hafnarfjarðar í kvöld þar sem þeir mæta FH. Hafnfirðingar eru með firnagott lið og eru til alls líklegir á leiktíðinni. Keflvíkingar hafa hins vega komið liða mest á óvart í upphafi móts og eru með fullt hús eftir tvo leiki.

Skarð er fyrir skildi í báðum liðum þar sem Keflvíkingurinn Ólafur Gottskálksson á við veikindi að stríða og leikmaður ársins í fyrra, FH-ingurinn Allan Borgvardt, hefur ekki náð sér af meiðslum.

Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflvíkinga, segir að leikurinn verði erfiður, enda eru FH með sterkt lið. „Þeir eru með eitt besta liðið í deildinni og hafa verið sterkir í fyrstu leikjunum. Við verðum ekki með Óla í markinu, en Magnús var að leika með okkur gegn sterkum liðum í vetur og við treystum honum til þess að standa sig vel.“
Milan segir að liðið muni spila svipaða taktík og í síðustu leikjum. „Við höldum áfram með það sem við erum búnir að vera að gera og mætum í leikinn til að gera okkar besta og berjast.“

Leikurinn hefst kl. 19.15

VF-mynd/Úr leik Keflavíkur og KR

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024