Keflavík Lengjubikarmeistarar kvenna
Keflavík mætti ÍA í Lengjubikar kvenna í dag í C-deild. Leikurinn endaði með 3-2 sigri Keflavíkur og eru þær Lengjubikarmeistarar í C-deild eftir sigurinn. Keflavík fékk mark á sig snemma í fyrri hálfleik en jafnaði metin á 19. mínútu með marki frá Anitu Lind, Sveindís Jane kom Keflavík yfir á 33. mínútu og þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 2-1 fyrir Keflavík. ÍA jafnaði metin á 59. mínútu en Keflavík knúði fram sigur á 90. mínútu en markið skoraði Marín Rún Guðmundsdóttir.
Mörk leiksins:
0-1 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('6)
1-1 Anita Lind Daníelsdóttir ('19)
2-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('33)
2-2 Fríða Halldórsdóttir ('59)
3-2 Marín Rún Guðmundsdóttir ('90)