Keflavík leitar hefnda gegn KR í kvöld
Njarðvík heimsækir Fylki
32 liða úrslit Borgunarbikarsins í fótbolta halda áfram í kvöld þegar Keflavík tekur á móti KR á Nettóvellinum kl. 19:15.
Keflvíkingar eiga harma að hefna frá því í síðasta leik þegar KR-ingar fóru illa með þá, 4-0, í Frostaskjólinu. Keflavík hefur ekki unnið leik það sem af er sumri og eflaust einhverjir sem farnir að gæla við möguleikann á bikarævintýri þar sem að illa gengur í deildinni.
Þá mætast Fylkir og Njarðvík í Árbænum en Njarðvíkingar hafa farið vel af stað í 2. deild karla en Fylkir leikur eins og flestir vita í úrvalsdeild.