Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík leikur til úrslita
Fimmtudagur 2. október 2008 kl. 23:58

Keflavík leikur til úrslita

Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik er komið í úrslit í Powerade-bikar kvenna eftir góðan sigur á Haukum í kvöld. Leikið var í Laugardalshöllinni og urðu lokatölur leiksins 75-63, fyrir Keflavík.

TaKesha Watson gerði 19 stig fyrir Keflavík, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir skoraði 13 stig og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 12 stig og gaf sex stoðsendingar.

Keflavík mætir KR í úrslitum, sem hafði betur gegn Grindavík í hinni undanúrslitaviðureigninni. Lokatölurnar í þeim leik urðu 69-60 fyrir KR.

Tiffany Roberson var atkvæðamest í liði Grindavíkur, skoraði 19 stig og tók sjö fráköst. Petrúnella Skúladóttir skoraði einnig 15 stig.


Úrslitaleikurinn á milli Keflavíkur og KR verður á sunnudaginn klukkan 14:00 í Laugardalshöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sjá tölfræði
úr leik Keflavíkur og Hauka.
Sjá tölfræði úr leik KR og Grindavíkur.

VF-MYND/JBÓ: TaKesha Watson skoraði 19 stig fyrir Keflavík í kvöld.