Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík leikur í 1. deild að ári eftir tap gegn Val
Sunnudagur 13. september 2015 kl. 23:10

Keflavík leikur í 1. deild að ári eftir tap gegn Val

„Við erum þegar farnir að horfa til framtíðar og huga að undirbúningi liðsins fyrir komandi baráttu í 1. deild að ári en það er auðvitað mjög sárt að Keflavík sé ekki með lið í efstu deild,“ sagði Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfari Keflvíkinga í viðtölum eftir tapleik Keflavíkur gegn Val á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-2 fyrir þá rauðklæddu. Eftir tapið varð ljóst að Keflavík er fallið niður í 1. deild.

Keflavík hefur aðeins unnið einn leik í sumar og er með 7 stig. Þetta er versta frammistaða Keflavíkur í efstu deild frá upphafi. Liðið hefur aðeins unnið einn leik, gegn ÍBV eftir að nýir þjálfarar tóku við. Liðið hefur fengið á sig 48 mörk og aðeins skorað 19. Haukur og Jóhann B. Guðmundsson voru ráðnir út tímabilið og ekki vitað um framtíð þeirra ekki frekar en forystu knattspyrnudeildarinnar.

Keflvíkingar voru betri í fyrri hálfleik og leiddu 1-2 í leikhléi með mörkum Magnúsar Þ. Matthíassonar og Martins Hummervoll. Það voru hins vegar þeir rauðklæddu sem voru miklu betri í síðari hálfleik og þeir skoruðu tvö mörk og unnu leikinn.

Keflvíkingar sýndu mjög góð tilþrif í fyrri hálfleik en eins og oft áður þurftu þeir að sjá oftar á eftir boltanum í eigið mark en hinum megin. Ungu mennirnir í Keflavíkurliðinu áttu þátt í báðum mörkunum. Framherjinn Leonard Sigurðsson var felldur innan teigs þegar Keflavík fékk víti og Fannar Orri Sævarsson átti „atvinnumanna“-sendingu á Norðmanninn Hummervoll sem skoraði annað markið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Guðjón Árni Antóníusson lék sinn 200. leik í efstu deild gegn Val. 167 þeirra hafa verið fyrir Keflavík.
Hann sagði aðspurður um framtíðina við Morgunblaðið vera samn­ings­bund­inn Kefla­vík eitt ár enn og það væri ekk­ert annað á dag­skránni en að spila áfram. „Nú er ég stuttu bú­inn að fá nýja grein­ingu eft­ir mæl­ing­ar, ég var alltaf með hug­ann við það hvort ég væri virki­lega í lagi og hvort mér væri óhætt að æfa og spila áfram. Svo kom í ljós í grein­ing­unni að þetta væri ekki tengt heil­an­um, held­ur væri það innra eyrað sem gerði það að verk­um að ég fékk þenn­an svima. Það var mik­ill létt­ir að kom­ast að því og geta haldið óhrædd­ur áfram að æfa og spila. Það er erfitt að spila fót­bolta ef eitt­hvað held­ur aft­ur af manni. Þá væri að betra að hætta,“ sagði Guðjón Árni við mbl.is.