Keflavík lagði Víði í æfingaleik
Keflavík og Víðir áttust við í æfingaleik í Reykjaneshöllinni í gær. Leikurinn endaði 5-0 fyrir Keflvíkinga þar sem Helgi Gunnarsson skoraði tvö mörk og Hörður Sveinsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Jónas Guðni Sævarsson sitt markið hvor. Þýski markmaðurinn Lutz Pfannenstiel lék seinni hálfleikinn en hafði lítið að gera mili stanganna. Hægt verður að sjá meira til hans og Keflavíkurliðsins á Iceland Express Cup um helgina, en fyrsti leikur þeirra verður kl.18.00 á morgun gegn bikarmeisturum ÍA.