Keflavík lagði toppliðið - Suðurnesjasigrar á línuna
Öll þrjú Suðurnesjaliðin unnu í kvöld góða sigra þegar áttunda um ferð Domions-deildar karla fór fram. Í Toyota-höllinni tóku Keflvíkingar á móti toppliði Snæfells og unnu góðan heimasigur, 86-82, eftir mjög spennandi leik. Snæfell var á toppi deildarinnar fyrir leikinn en tapaði öðru sinni í deildinni í kvöld.
Stephen McDowell var stigahæstur hjá Keflavík með 28 stig og Valur Orri Valsson kom næstur með 19 stig. Með sigrinum er Keflavík komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig og er aðeins tveimur stigum frá toppnum.
Grindvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn og unnu KR, 80-87. Grindvíkingar áttu ekki sinn besta leik en náðu að sigla fram úr í síðasta leikhluta og unnu mikilvægan sigur. Aaron Broussard var atkvæðamestur hjá Grindavík með 27 stig og Samuel Zeglinski kom svo með 23 stig.
Njarðvík rótburstaði Fjölni á útivelli, 67-92. Njarðvíkingar voru betri á öllum sviðum og leiddu með 19 stigum í hálfleik. Íslensku leikmennirnir léku vel hjá Njarðvík því Ágúst Orrason var atkvæðamestur með 22 stig og Elvar Már Friðriksson með 17 stig. Alls komust tíu leikmenn Njarðvíkur á blað í kvöld. Njarðvík fór með sigrinum í 9. sæti deildarinnar með 6 stig.
Keflavík-Snæfell 86-82 (14-23, 27-22, 26-15, 19-22)
Keflavík: Stephen Mc Dowell 28/7 fráköst, Valur Orri Valsson 19, Darrel Keith Lewis 17/6 fráköst, Michael Craion 15/19 fráköst/4 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 5, Ragnar Gerald Albertsson 2.
Fjölnir-Njarðvík 67-92 (17-27, 14-23, 18-19, 18-23)
Njarðvík: Ágúst Orrason 22, Elvar Már Friðriksson 17, Nigel Moore 13/9 fráköst/11 stoðsendingar, Marcus Van 10/19 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 7/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Ólafur Helgi Jónsson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 5, Óli Ragnar Alexandersson 4, Oddur Birnir Pétursson 2.
KR-Grindavík 80-87 (22-22, 19-25, 16-21, 23-19)
Grindavík: Aaron Broussard 27/6 fráköst, Samuel Zeglinski 23/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8, Davíð Ingi Bustion 4, Jóhann Árni Ólafsson 3.
Staðan í deildinni:
1 Grindavík 8 6 2 764 - 712 12
2 Snæfell 8 6 2 790 - 696 12
3 Stjarnan 8 6 2 750 - 685 12
4 Þór Þ. 8 6 2 754 - 676 12
5 Keflavík 8 5 3 675 - 657 10
6 KR 8 4 4 662 - 682 8
7 Skallagrímur 7 3 4 584 - 582 6
8 ÍR 8 3 5 660 - 704 6
9 Njarðvík 8 3 5 692 - 689 6
10 Fjölnir 8 3 5 647 - 697 6
11 KFÍ 8 2 6 654 - 780 4
12 Tindastóll 7 0 7 548 - 620 0