Keflavík lagði Þór – Njarðvík vann eftir framlengingu
Keflavík og Njarðvík unnu í kvöld góða sigra í Dominos-deild karla. Keflavík vann heimasigur gegn Þór Þorlákshöfn, 106-100. Keflavík hafði undirtökin í leiknum nær allan tíman og vann að lokum góðan sigur.
Michael Craion átti góðan leik fyrir Keflavík, skoraði 29 stig og gaf 15 fráköst. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 27 stig. Með sigrinum fer Keflavík í 26 stig og á möguleika að mjaka sér upp töfluna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir.
Njarðvík fór upp í 6. sætið í deildinni eftir útisigur gegn Tindastóli á Sauðárkróki, 98-103. Framlengja þurfti leikinn en Njarðvíkingar voru sterkari í framlengingunni.
Nigel Moore skoraði 32 stig fyrir Njarðvík og Elvar Már Friðriksson skoraði 22 stig. Njarðvík er með 22 stig í 6. sæti og fór upp fyrir KR með sigrinum í kvöld.
Keflavík-Þór Þ. 106-100 (23-23, 30-27, 26-19, 27-31)
Keflavík: Michael Craion 29/15 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 27, Darrel Keith Lewis 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Billy Baptist 16/8 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Arnar Freyr Jónsson 5, Snorri Hrafnkelsson 4.
Tindastóll-Njarðvík 98-103 (20-24, 31-22, 15-14, 16-22, 16-21)
Njarðvík: Nigel Moore 32/11 fráköst/6 stolnir, Elvar Már Friðriksson 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 13, Marcus Van 12/13 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 2.
Staðan í Dominos-deild karla:
1 Grindavík 19 15 4 1849 - 1650 30
2 Snæfell 20 15 5 1930 - 1738 30
3 Þór Þ. 20 14 6 1852 - 1715 28
4 Stjarnan 20 13 7 1886 - 1766 26
5 Keflavík 20 13 7 1840 - 1762 26
6 Njarðvík 20 11 9 1803 - 1721 22
7 KR 20 10 10 1718 - 1726 20
8 Skallagrímur 20 7 13 1610 - 1751 14
9 Tindastóll 20 6 14 1618 - 1729 12
10 ÍR 19 5 14 1590 - 1729 10
11 KFÍ 19 5 14 1682 - 1879 10
12 Fjölnir 19 4 15 1582 - 1794 8