Keflavík lagði bikarmeistarana á útivelli
Nýkrýndir bikarmeistarar Stjörnunnar lágu á heimavelli gegn Keflavík þegar liðin mættust í gærkvöldi í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.
Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur en Stjarnan komst yfir í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða spýttu Keflvíkingar í lófana og tóku góðan sprett sem skilaði þeim sigri en lokatölur urðu 84-96
Hörður Axel var stigahæstur með 20 stig, Gunnar Einarsson var með 18.stig, Sverrir Þór 17 stig, Sigurður Þorsteinsson skoraði 16 stig og Elvar og Gunnar Stefáns voru með 10 stig.
---
Mynd/karfan.is - Hart barist undir körfunni í leik Keflavíkur og Stjörnunnar í gær.