Keflavík lá gegn Val
Valsmenn tryggðu sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Keflavík. Baldur Sigurðsson kom Keflavík í 1-0 en síðan tóku Valsmenn við.
Atli Sveinn Þórarinsson jafnaði metin fyrir Val í 1-1 og Helgi Sigurðsson kom þeim rauðu í 2-1. Þriðja og síðasta mark Valsmanna gerði Birkir Már Sævarsson.
Heimild: www.fotbolti.net