Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík lá að Ásvöllum
Sunnudagur 27. janúar 2008 kl. 18:36

Keflavík lá að Ásvöllum

Toppslagur fór fram í kvennakörfunni í dag þar sem Keflavík mátti sætta sig við 94-89 ósigur gegn margföldum meisturum Hauka en leikurinn fór fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Með sigrinum hleyptu Haukar enn meiri spennu í toppbaráttuna en Keflavík, KR og Grindavík hafa öll 24 stig en Haukar 22.

Stigahæst í liði Keflavíkur var TaKesha Watson með 29 stig og 15 fráköst en henni næst var Birna Valgarðsdóttir með 19 stig. Hjá Haukum gerði Kiera Hardy 37 stig og stal 6 boltum.

Tölfræði leiksins

 

VF-Mynd/Stefán Þór Borgþórsson - [email protected] - Margrét Kara Sturludóttir var sterk í liði Keflavíkur. Hún skoraði 17 stig og tók 8 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024