Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 20. maí 2004 kl. 15:00

Keflavík-KR í kvöld!

Í kvöld leika Keflvíkingar fyrsta heimaleik sumarsins þegar KR-ingar mæta á Keflavíkurvöll í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15.

Keflavík og KR hafa leikið 73 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1958 en honum lauk með 1-1 jafntefli.  Keflavík hefur unnið 24 leiki, KR hefur unnið 27 sinnum en 22 tveimur leikjanna hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 97-114, KR-ingum í vil.  Árangur liðann a gegn hvoru öðru hefur verið sveiflukenndur í gegnum árin; Keflavík náði ekki að vinna KR fyrr en í 11. deildarleik liðanna árið 1966 en á árunum 1969-1979 tapaði Keflavík aðeins þremur af 20 leikjum gegn KR-ingum.
Liðin hafa einnig leikið tíu bikarleiki; Keflavík hefur unnið fjóra en KR sex.  Markatalan er 16-23 fyrir KR.

Stærsti sigur KR á Keflavík var 8-1 árið 1960 en stærsti sigur Keflavíkur í þessum leikjum kom árið 1974 þegar Keflavík vann heimaleikinn 5-1.
Af þeim leikmönnum sem nú leika með Keflavíkurliðinu hefur Þórarinn Kristjánsson skorað þrjú deildarmörk gegn KR, Guðmundur Steinarsson tvö og Zoran Ljubicic og Hólmar Örn Rúnarsson eitt hvor.  Guðmundur hefur einnig skorað eitt mark í bikarkeppninni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024