Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík komst ekki í úrslit
Miðvikudagur 24. mars 2010 kl. 08:30

Keflavík komst ekki í úrslit


Lið Keflavíkur lá fyrir Hamri í gærkvöldi í undanúrslitum IE-deildar kvenna í körfuknattleik. Það verða því Hamar og KR sem mætast í úrslitunum. Úrslit leiksins urðu 93-81. Julia Demirer var sem fyrr óstöðvandi í liði Hamars og skoraði 39 stig auk þess sem hún reif niður 18 fráköst,
Hjá Keflavík var Birna Valgarðsdóttir atkvæðamest með 28 stig, 9 fráköst og þrjú varin skot, Svava Ósk Stefánsdóttir skoraði 23 stig og tók 8 fráköst, Kristi Smith skoraði 11 stig.

Nánari lýsingu á gangi leiksins er hægt að nálgast hér á www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024