Laugardagur 30. ágúst 2003 kl. 16:03
Keflavík komið í úrvalsdeild
Það var sannkallaður stórsigur Keflavíkurliðsins þegar það sigraði HK 7:0 í Keflavík í dag. Með sigrinum eru Keflvíkingar öruggir með sæti í meistaradeild að ári. Keflavíkurliðið er langefst í fyrstu deild og voru fagnaðarlætin mikil þegar leikmenn skutluðu sér í átt að áhorfendum. VF-ljósmynd.