Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík komið í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna
Madison Elise Wolfbauer fagnar marki sínu vel og innilega. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 27. maí 2023 kl. 19:21

Keflavík komið í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna

Keflavík lagði Þór/KA að velli með tveimur mörkum gegn engu í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu þegar leikið var á HS Orkuvellinum í dag. Sigurinn var tiltölulega þægilegur en mörkin skoruðu Sandra Voitane (59') og Madison Elise Wolfbauer (77') eftir undirbúnin Linli Tu í báðum tilvikum.

Linli Tu var mikið í boltanum og kom við sögu í báðum mörkum Kefllvíkinga.

Fyrri hálfleikur var markalaus og frekar tíðindalítill en Keflavík lék þá á móti frekar stífum vindi. Með vindinn í bakið reyndust Keflvíkingar sterkari og eftir að tæpur stundarfjórðungur var liðinn af þeim síðari leit fyrsta markið dagsins ljós. Þá átti Linli Tu góða sendingu inn fyrir vörn gestanna á Sandra Voitane sem kláraði fætið örugglega framhjá markverði Þórs/KA.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík tvöfaldaði forystuna eftir góða sókn sem endaði hjá Linli Tu inn í teignum, hún setti boltann inn fyrir markteig Akureyringa þar sem Madison Wolfbauer teygði sig í boltann og stýrði honum í fjærhornið.

Gestirnir sóttu í sig veðrið eftir seinna markið og settu svolitla pressu á Keflavík en vörn þeirra átti góðan dag og stóðst allar atlögur Norðankvenna.

Aníta Lind var öryggið uppmálað í vörn Keflavíkur.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók viðtal við Anítu Lind eftir leikinn og myndasafn er neðst á síðunni.

Keflavík - Þór/KA (2:0) | 16 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna 27. maí 2023