Keflavík komið í átta liða úrslit
-Sigur á Fjölni á heimavelli
Keflavík mætti Fjölni í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í kvöld í Sláturhúsinu. Leikurinn endaði með sigri heimamanna og voru lokatölur leiksins 85-76.
Keflavík var ákveðnari aðilinn í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta 25-9. Fjölnir saxaði aðeins og forystu Keflavíkur í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 49-31.
Heimamenn misstu forystuna aldrei af hendi og eftir þriðja leikhluta var staðan 68-46. Keflavík sigraði síðan leikinn með níu stiga mun og er liðið komið áfram í 8 liða úrslit Maltbikarsins.
Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Magnús Már Traustason með 21 stig og 8 fráköst, Cameron Forte með 16 stig og 16 fráköst og Ragnar Örn Bragason með 10 stig og 5 fráköst.
Dregið verður í átta liða úrslitum Maltbikarsins í hádeginu á morgun.