Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík kjöldró Skallagrím í Toyota-Höllinni
Sunnudagur 4. nóvember 2012 kl. 23:09

Keflavík kjöldró Skallagrím í Toyota-Höllinni

Keflavík vann 46 stiga sigur gegn Skallagrími í Lengjubikar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 110-64..

Keflavík vann 46 stiga sigur gegn Skallagrími í Lengjubikar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 110-64 og fóru heimamenn í Keflavík á kostum í leiknum. Keflvíkingar voru með yfirburði á öllum sviðum og leiddu 56-36 í hálfleik. Í þriðja leikhluta unnu svo Keflvíkingar með 31 stigi með frábærri spilamennsku.

Stigaskor Keflavíkur dreifðist á marga leikmenn í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 21 stig og gaf 6 stoðsendingar. Darrel Lewis kom næstur með 16 stig og Kevin Giltner með 15 stig. Keflavík er nú í efsta sæti í A-riðli í Lengjubikarnum en Keflavík er með 6 stig eftir fjóra leiki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík-Skallagrímur 110-64 (31-17, 25-19, 38-7, 16-21)

Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 21/6 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 16/5 fráköst, Kevin Giltner 15/4 fráköst, Valur Orri Valsson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Michael Graion 12/10 fráköst/5 varin skot, Almar Stefán Guðbrandsson 9, Andri Daníelsson 8, Snorri Hrafnkelsson 6, Hafliði Már Brynjarsson 6/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 5.

Skallagrímur: Carlos Medlock 19/5 stoðsendingar, Haminn Quaintance 17/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 13, Trausti Eiríksson 4/6 fráköst, Orri Jónsson 3/6 fráköst, Sigmar Egilsson 2/6 fráköst, Andrés Kristjánsson 2, Davíð Ásgeirsson 2, Birgir Þór Sverrisson 2.

Staðan í A-riðli:
1       Keflavík        4       3       1       412     -       332     6
2       Grindavík       3       2       1       287     -       248     4
3       Haukar  3       1       2       223     -       279     2
4       Skallagrímur    4       1       3       332     -       395     2